Sunday, April 06, 2003



Allt að gerast:
hallelujah.blogspot.com

...and there were two

Wednesday, February 26, 2003

Fyrsta versið sem ég mun taka fyrir mun vera Kólossubréfið: 1. kafli, 3. vers.

"Vér þökkum Guði, föður Drottins vors Jesú Krists, ávallt er vér biðjum fyrir yður."

Ég veit svosem ekki hvað ég á að segja um þetta, en ég reyni þar sem Guð vildi greinilega að ég tæki þetta.
Það sem ég les út úr þessu er nú bara mestmegnis það að vér eigum að þakka Guði fyrir allt, lítið sem stórt. Þarna er Páll að þakka Guði fyrir hversu yndislegir og kærleiksríkir Kólossumenn eru.

"Því að vér höfum heyrt um trú yðar á Krist Jesú og um kærleikann, sem þér berið til allra heilagra, vegna vonar þeirrar, sem yður er geymd í himnunum. Um þá von hafið þér áður heyrt í orði sannleikans, fagnaðarerindinu,
sem til yðar er komið, eins og það einnig ber ávöxt og vex í öllum heiminum."

Það er ekki nóg bara að þakka Guði fyrir allt það góða sem hann hefur gert í okkar lífi, og biðja bara fyrir því sem við viljum að gerist í okkar lífi. Heldur þurfum við að þakka og biðja líka fyrir því góða sem gerist í annarra manna lífi...


Ég veit ekki hversu góð umfjöllun þetta var um þetta vers... en vonandi verður hún betri næst...
batnandi mönnum er best að lifa...


Ég er orðinn þreyttur á að rífast um einhverja vitleysu!
Núna ætla ég að fara að taka bara eitt og eitt vers úr Biblíunni og tala eins mikið um það og ég get...

ég nota mannakorn til þess að draga eitthva blessað vers....

Thursday, February 13, 2003

Ég var að lesa í Jesaja um daginn.
Eflaust er hægt að túlka þessi orð á marga vegu. En mér finnst samt skrýtið að eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum, þegar það var verið að tala svo mikið um að Nostradamus (heitir hann það ekki annars?) hafi spáð fyrir um þetta og eitthvað, af hverju ég heyrði engan minnast á Jesaja 30.25 í Biblíunni, þar sem stendur:

"Á hverju háu fjalli og á hverri gnæfandi hæð munu vatnslækir fram fljóta á hinum mikla mannfallsdegi, þegar turnarnir hrynja. "

Þar sem er einmitt líka verið að tala um hina síðustu tíma, sem við lifum á.

Soldið langt síðan ég hef bloggað.
Ég hef verið að ganga í gegnum ýmislegt sem hefur komið í veg fyrir að ég skrifaði. Lífið er barátta, "[...]ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum." Efesus 6.12

Þetta er barátta sem Guð er búinn að sigra fyrir okkur, við þurfum bara að halda í sigurinn.

Við þurfum að muna þetta þegar einhver er að angra okkur. Þetta er ekki fólkið sjálft sem er svona slæmt, það eru þeir andar sem búa innra með þeim.

Thursday, February 06, 2003



Bara svo þið vitið það... þó svo þið trúið mér kannski ekki... enda erfitt að gera það...
ég átti sjálfur erfitt með að trúa þess þangað til í gær... því það kom alltaf upp einhver efi um að þetta væri satt... þó svo allt benti til hins gagnstæða...

en núna þá VEIT ég að þetta er sannleikur. ég VEIT að fólk læknaðist þarna. ég VEIT að fólk sem sá ekki það sér núna og fólk sem gekk ekki, það gengur núna.
kunningi minn frelsaðist núna um helgina eftir að fá lækningu. og það er ekkert bull. þó þið trúið kannski ekki öllu sem þið heyrið, enda er það bara besta mál, þá get ég sagt ykkur í fúlustu alvöru, að frá og með gærdeginum þá VEIT ég að Jesús er sonur Guðs, hann dó á krossi fyrir syndir okkar. Hann fékk allar syndir og alla sjúkdóma manna á sig á krossinum. Því þurfum við ekki að burðast með sjúkdóma okkar, því hann er nú þegar búinn að taka þá á sig.


þið getir sagt endalausar sögur af einhverjum sem hélt hann hefði læknast en gerði það svo ekki, eða sagt mér hvað sem er um það sem hefur gerst hjá einhverju kristnu fólki...

en ég VEIT að þetta er satt.
í fyrradag þá trúði ég á Guð, ég vonaði og trúði að hann væri til.
í dag þá VEIT ég að Guð er til og það getur enginn tekið frá mér!

Wednesday, February 05, 2003

Einhverra hluta vegna er kommentkerfið dottið niður.
Ég vona bara að þeir fari að laga þetta... ef þeir eru ekki bara hættir, þar sem síðan þeirra liggur niðri


Halelúja!

Ég kíkti aftur á samkomu hjá Ndifon í gærkvöldi.

Einhver ykkar hafa kannski lesið í kommentkerfinu hjá mér um kraftaverkin sem gerðust á laugardagskvöldið. Samkoman í gær var ekkert síðri, betri ef eitthvað var. Ég held að allavega 5 eða 6 lamaðir einstaklingar hafi byrjað að ganga. Guði sé lof fyrir það.

Heyrnarlausir fengu heyrn og fullt af fólki henti frá sér hækjunum og byrjaði að ganga. Þetta var alveg frábært. Síðasta samkoma hans er í kvöld kl. 7. Allir að mæta! Vetrargarðurinn var vel fullur í gær, meirihlutinn hafði aldrei komið á trúarsamkomu áður. En Drottinn er að gera stóra hluti hérna á Íslandi. Fleiri og fleiri eru að komast til trúar. Enda hafa margir kristnir menn spáð fyrir um mikla vakningu á Íslandi, og að fagnaðarerindið muni berast út til allra þjóða frá Íslandi. Það er þegar byrjað með kristilegum sjónvarpsútsendingum frá Íslandi yfir alla Evrópu.

Ef einhver vantrúaður er að lesa þetta þá bið ég þig bara að fara og tékka á þessu. Þú ert ekki skuldbundinn til neins. Ókeypis aðgangur.

Á þeim samkomum með honum Charles Ndifon sem ég hef farið á hafa ca. 10 manns komið í hjólastól. Hann hefur bent hverjum og einum einasta á að koma upp að sviðinu. Svo hefur hann skipað þeim að standa upp þar sem þeir væru læknaðir. Það gerðu þeir allir.

Lof sé Guði!

Fólk spyr sig kannski af hverju ætti Guð að þurfa einhvern kall til að lækna fólk. Svarið er að þið þurfið ekki að hafa Charles Ndifon til að lækna ykkur. Hver sem trúir Biblíunni heils hugar getur gert kraftaverk með orðinu einu saman. Menn eins og Charles Ndifon eru bara til þess að sýna að þetta sé hægt. Í Biblíunni segir að maðurinn geti ekki trúað á kraftaverk án þess að sjá þau eða upplifa sjálfur. Þess vegna sýnir hann okkur þau. Enda er það fólkið sjálft sem leggur hendur á hvort annað í lok samkomunnar og læknar hvort annað.

Síðasti séns til þess að fara á þessa kraftaverkasamkomu er í kvöld klukkan sjö!

Saturday, February 01, 2003



Í kvöld verður Charles Ndifon í Fíladelfíu kl. 19:00...
skyldumæting fyrir alla sem eiga við einhver veikindi að stríða og alla hina líka!!!



Friday, January 31, 2003



Hefur einhver hérna farið á alfa?
Og ef svo er, hvernig fannst þér þá?

Thursday, January 30, 2003

Er einhver sem les þetta hátt settur á einhverju sjúkrahúsi?

Ég mundi allt í einu eftir því að seinast þegar Charles Ndifon kom hingað þá sagði hann að oft spurji fólk hann af hverju hann fari ekki bara á sjúkrahús og lækni alla sem þar eru. Hann svaraði því að ef sjúkrahúsin byðu honum þá myndi hann koma. Hann sagði að honum hefði stundum verið boðið á sjúkrahús og hreinlega tæmt þau.

Því vona ég að einhver starfsmaður sjúkrahúss geti fengið leyfi fyrir því að fá hann í heimsókn. Svo gætuð þið bara haft samband við Filadelfíu,Krossinn eða Veginn.

Þá getið þið virkilega fengið sönnun fyrir því hvort þessi kraftaverk séu möguleg eða ekki.

Eftir tvo daga kemur Charles Ndifon aftur

Þið munið kannski eftir því að ég talaði um hann fyrir ca. tveim mánuðum síðan. Hann er með kraftaverkasamkomur út um allan heim og er nú að koma til Íslands. Þegar hann var hérna síðast þá var alveg fullt af fólki sem læknaðist... Alveg frábært að fylgjast með þessu. Hann verður hérna 1.-5. febrúar. Um helgina verða tvær samkomur í Fíladelfíu... en svo... enn betra...

ef þið eruð eitthvað eins og ég var einu sinni... ég vildi ekki láta nokkurn mann sjá að ég færi inn í einhverja kirkju einhversstaðar að sjá einhvern kraftaverkakall...

núna verður hann með samkomur í Vetragarðinum í Smáralind...
þannig að þið þurfið ekki einu sinni að fara í kirkju... kíkið bara í Smáralindina... ef þið komist svo að því að þetta sé bara bull... þá getiði bara farið að versla eða eitthvað... eða fengið ykkur að borða þarna... en ef þið komist að því að þetta sé ekki bull þá skuluð þið bara fá lækningu á því sem þið þurfið.

Endilega takið allt veikt fólk með ykkur.

Ég man ekki klukkan hvað samkomurnar eru... en ég tékka á því og læt ykkur svo vita...

Annars minnir mig að samkomurnar í Smáralindinni séu klukkan 19:00.

Tuesday, January 28, 2003

.

Monday, January 27, 2003

Ef heimurinn færi í einu og öllu eftir orðum Biblíunnar...(hvort sem fólk heldur að þau séu orð Guðs eða ekki)

Þá væri margt betra. Auðvitað getur ekki nokkur maður orðið það fullkominn að hann hlíði öllum boðum hennar og bönnum, en látum sem svo væri...

Í fyrsta lagi... ef við tökum bara boðorðin:
Enginn myndi ljúga, enginn myndi stela, enginn myndi drepa, enginn myndi halda framhjá, allir hefðu frí á sunnudögum (eða laugardögum)...

Svo myndu allir elska náunga sinn eins og sjálfan sig... þ.e. fólk væri jafn mikið til í að kaupa nýjan bíl handa náunga sínum eins og að kaupa bíl handa sjálfum sér... öllum pening jarðarinnar væri skipt jafnt á milli manna...

Aldrei væru stríð í heiminum. Aldrei væri nokkur maður reiður. Enginn myndi gera neitt sem kæmi sér illa fyrir annan.

Aldrei yrði nokkur maður hungraður. Fullt af pening myndi sparast sem annars færi í hernað eða eitthvað rugl. Allir hefðu jafnan rétt til menntunnar.

Eldra fólk væri metið að verðleikum. Öryrkjar hefðu það betra þar sem allir hefðu efni á læknisþjónustu og allra bestu lyfjum og tækjabúnaði.

Ást myndi ríkja hvarvetna.

Engin eiturlyf væru notuð, ekkert ofbeldi væri neinsstaðar.
Aldrei þyrfti nokkur maður að læsa hurðum, maður gæti skilið verðmæti eftir hvar sem er án þess að hafa áhyggjur. Lyklakippur væru ekki til.


Og þetta eru bara beisik afleiðingar þess... það væri hægt að fara enn dýpra í þetta og sjá allt það góða sem kæmi út úr þessu.

Thursday, January 23, 2003


Kirkjan er ekki byggingin

Kirkjan er lýðurinn. Þeir sem boða út fagnaðarerindið tilheyra kirkjunni. Kirkjan er ekki þjóðkirkjan eða filadelfia eða eitthvað...

Kirkjan er allt það sem tilheyrir Kristi.

Ég hef stundum efast eitthvað um trúna. Þar sem svo mikið af efasemdamönnum er í kringum mig þá er stundum erfitt að halda sér á réttu brautinni.

En það sem kemur mér alltaf aftur á sporið er kirkjan, þ.e. Guðs fólk. Þegar ég fer að hugsa út í fólkið sem tilheyrir kirkjunni þá fatta ég alltaf að ef þetta væri allt bara rugl, Jesús væri ekki til og ég væri bara að rugla, þá væri fólkið ekki eins og það er. Þetta er nánast allt alveg yndislegt fólk. Þegar maður dettur þá hjálpar það manni upp, þegar maður er dapur þá hughreystir það mann, maður getur sagt hvaða vitleysu sem er en aldrei er gert grín að nokkrum manni. Því þau hafa eitthvað sem margir aðrir hafa ekki.

Auðvitað er líka til vantrúað fólk sem er gott fólk. En þarna getur maður nánast gengið að því sem vísu. Gleðin er allsráðandi.

Ef þau hefðu ekki Krist í hjarta sér þá væru þau ekki öðruvísi en annað fólk.

Það var sagt soldið merkilegt í gær.
Í hugum flestra er kristindómurinn leiðinlegur. Ég veit það sjálfur að ég hafði þá hugmynd einu sinni í kollinum... líklega af því maður hafði farið í kirkju nokkrum sinnum, hlustað á einhvern kall tala um eitthvað sem maður skildi ekki... og svo var spilað eitthvað lag á orgel...

hljómar ekki beint skemmtilegt...

En haldiði að þetta hafi verið svona þegar Kristur gekk á meðal manna?
Nei, alls ekki. Hann var hrókur alls fagnaðar. Hvert sem hann fór þá flykktist fólk að til að sjá hann. Hann gerði kraftaverk, reisti menn jafnvel frá dauðum, gekk á vatni, breytti vatni í vín o.fl. o.fl.
Nei, leiðinleg messa var sko ekki það sem hann boðaði. Hann var fjörugur maður.
Fólk kom langt að til þess að hitta hann og sjá verk hans. Kirkjurnar í dag ættu að vera þannig að fólk myndi koma langt að til þess að sjá það sem gerist þar.

Þetta hefur allt verið að breytast... ef þið farið t.d. inn í flestar af fámennu kirkjunum á Íslandi, þá sjáiði að þar er fjör... fólk syngur og dansar og gerir kraftaverk í nafni Krists.
Svoleiðis á þetta að vera!


Nú ríkir gleði í mínu lífi

Eins og ég sagði þá fór ég á alfa í gær!

Það var alveg frábært! Mér finnst ég alveg endurnærður í dag. Það er svo margt sem var talað um sem ég hef aldrei heyrt eða var hreinlega búinn að gleyma. Þess vegna er þetta alveg yndislega trúarstyrkjandi. Að hugsað sér að þetta hafi bara verið fyrsti tíminn...

Wednesday, January 22, 2003



Ég er að fara á alfa námskeið í kvöld...

víííííí.....

Ég hvet alla til þess að prófa þessi námskeið. Þau eru í flestum kirkjum landsins held ég... m.a.s. í þjóðkirkjunni.
Góða skemmtun!

Saturday, January 18, 2003


"Sannlega, sannlega segi ég þér:
Enginn getur séð Guðs ríki, nema
hann fæðist að nýju."

Jóh 3:3

Kærleikskaflinn (1. korintubréf 13. kafli)
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum. Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

Ó Guð!

Fyrirgef þú mér Drottinn!
Fyrr í þessari viku kom ég illa fram við stelpu, sem vildi mér bara vel. Fyrirgefðu mér.

Drottinn,
ég bið þig að láta þetta ekki þjaka hana,
heldur styrkja hana.

Drottinn,
ég bið þig að vera með henni,
veita henni það sem hún biður um,
ef það er þinn vilji.

Drottinn,
verði þinn vilji.

Heilagur Guð,
ég bið þig að styrkja mig í trú minni,
ég bið þig að baða mig í heilögum anda þegar ég boða út orð þitt svo sérhvert orð megi vera uppfyllt af sannleika og réttlæti.

Ég bið þig að sýna þeim vantrúuðu mátt þinn.
Sérstaklega vil ég biðja fyrir þeim sem hafa staðið gegn mér,
að þú sýnir þeim hvers þú ert megnugur.

Góði Guð,
fylltu hjarta mitt af kærleika þínum,
því án hans er ég ekkert.

Drottinn Guð,
ég legg líf mitt í hendur þínar,
svo ég megi vera öðrum hjálpsamur,
svo ég megi gera þeim sem minna mega sín lífið bærilegra.

Heilagur Drottinn,
hjálpaðu mér að verða betri maður.

Vertu öllum mínum fjandmönnum náðugur
og frelsaðu þá til lifandi trúar á þig.

Í Jesú blessaði nafni,
Amen.

Friday, January 17, 2003

"En ekki hafið þér þess þörf, að ég skrifi yður um bróðurkærleikann, því Guð hefur sjálfur kennt yður að elska hver annan." 1. Þes 4:9

"Auðsýnið þeim sérstaka virðingu og kærleika fyrir verk þeirra. Lifið í friði yðar á milli." 1. Þes 5:13

"Og náðin Drottins vors varð stórlega rík með trúnni og kærleikanum, sem veitist í Kristi Jesú." 1. Tím 1:14

"En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti." 1. Tím 2:15

"En þú, Guðs maður, forðast þú þetta, en stunda réttlæti, guðhræðslu, trú, kærleika, stöðuglyndi og hógværð." 1. Tím 6:11

"Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við þá, sem ákalla Drottin af hreinu hjarta." 2. Tím 2:22

"Megi hann gefa yður af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður, til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika. Þá fáið þér ásamt öllum heilögum skilið, hve kærleikur Krists er víður og langur, hár og djúpur, og komist að raun um hann, sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu." Efe 3:16-19

"þá gjörið gleði mína fullkomna með því að vera samhuga, hafa sama kærleika, einn hug og eina sál." Fil 2:2

"Þér voruð, bræður, kallaðir til frelsis. Notið aðeins ekki frelsið til færis fyrir holdið, heldur þjónið hver öðrum í kærleika." Gal 5:13

"Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka." Heb 10:24

"Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins." Róm 13:10


...ef einhver hefur verið að efast um að Guð sé kærleiksríkur Guð.
Hérna eru stutt en góð svör við ýmsum af stærstu spurningum lífsins

"Miklar eru þjáningar óguðlegs manns, en þann er treystir Drottni umlykur hann elsku. " Sálmarnir 32:10

"Minnst eigi æskusynda minna og afbrota, minnst mín eftir elsku þinni sakir gæsku þinnar, Drottinn. " Sálmarnir 25:7

"Ávallt þegar þeir voru í nauðum staddir, kenndi hann nauða, og engill auglitis hans frelsaði þá. Af elsku sinni og vægðarsemi endurleysti hann þá, hann tók þá upp og bar þá alla daga hinna fyrri tíða." Jesaja 63:9

"Ég hef elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni. " Jóh 15:9

"Ekki rita ég þetta til þess að gjöra yður kinnroða, heldur til að áminna yður eins og elskuleg börn mín. " 1. Kor 4:14

"En Guð er auðugur að miskunn. Af mikilli elsku sinni, sem hann gaf oss, " Efesus 2:4

"Sá sem ástundar réttlæti og kærleika, hann öðlast líf, réttlæti og heiður. " Orðskviðir 21:21

og meira seinna....

Monday, January 13, 2003

Ég vil hvetja ykkur öll til að ná ykkur í eintak af bókinni My Journey: From an Iowa Farm to a Cathedral of Dreams" eftir Robert Schuller. Ég hef reyndar ekki lesið bókina sjálfur. Ég er að reyna að finna hana á Íslandi, því ég á ekki kreditkort til að kaupa hana í gegnum netið. En þetta er sjálfsævisaga manns sem fæddist í fátækt en hefur eignast svo mikið. Hann er stór ástæða þess að ég fór að kanna trúna meira. Hann er með sjónvarpsþáttinn Hour of Power sem er sýndur á Omega.

Ef þið hafið einhverjar efasemdir um það að Kristindómurinn sé af hinu góða, þá prófið bara að horfa á þáttinn hans. Þegar þið sjáið hann, þá sjáiði strax hversu mikil góðmennska skín úr andliti hans. Hann gerir allt fyrir náungann og hefur verið svo mörgum góð fyrirmynd.

Hann er mjög jákvæður maður og vill umfram allt kenna öörum af reynslu sinni. Uppáhaldssetning hans er: "If you can dream it, you can do it!" Það eru svo mikil sannindi í þessum orðum. Ekki nóg með að hann segi þetta, heldur er líf hans lifandi sönnun þess að þetta er sannleikur. Hvort sem þið eruð trúuð eða ekki þá er yndislegt að hlusta á boðsskap hans.

Ég man fyrir nokkrum árum, þá varð ég mjög þunglyndur. Vildi ekki lifa áfram. En í erfiðleikum mínum þá leitaði ég að hjálp. Ég fór t.d. að horfa á Omega. Þar var margt að sjá, en það höfðaði ekki allt til mín, því margt virtist bara vera fyrir þá sem voru tilbúnir til að játast kristi af öllu hjarta. Ég var ekki á þeim stað ennþá. En þáttur hans fyllti mig af svo mikilli von. Hann talaði ekkert alltaf mikið um Jesús, en samt vissi maður alltaf að hann væri drifkrafturinn á bakvið þetta allt saman.

Ég hef líklega ekki, og mun kannski aldrei hafa þennan sannfæringarkraft sem hann hefur. En ég mæli eindregið með því að þið kíkið á allavega einn þátt hjá honum (og/eða kaupið bókina hans). Því hann getur breytt lífi manns. Eins og ég segi þá þurfið þið ekki endilega að vera kristin til að njóta þáttarins því hann talar bara um það hvernig á að lifa góðu lífi. Ekki það hvernig á að eignast fullt af peningum og byggja upp stórfyrirtæki með marga milljarða í veltu. Heldur hvernig er hægt að lifa góðu tilgangsmiklu lífi.

p.s. ekki láta tónlistina hjá honum blekkja ykkur... ekki beint skemmtilegasta tónlistin að mínu mati... en innihald þess sem hann segir vegur það upp... :)

Sunday, January 12, 2003

Ég vil bara bæta þessu við varðandi konur í Biblíunni:
Konan á að vera undirgefinn manninum. Maðurinn á að elska konuna eins og Kristur elskar kirkjuna. Kristur elskar kirkjuna af öllu hjarta. Ef maðurinn elskar konuna af öllu hjarta, þá mun hann ekki gera neitt sem konan vill ekki.

Friday, January 10, 2003


En hvernig er það annars? Er ekki nokkur kristinn einstaklingur sem les þetta hjá mér?


Eins og ég hef talað um áður, þá hefur svokallað "kristið" fólk í gegnum tíðina gert marga slæma hluti.

En í mínum huga er þetta fólk bara alls ekkert kristið.
Í Biblíunni segir um þá sem munu hólpnir verða:

Af ávöxtunum munuð þér þekkja þá.

Sem þýðir bara það, að þeir sem verða hólpnir eru þeir sem trúa að Jesús sé Kristur og gera það sem Kristur boðaði. Hann boðaði kærleik í garð allra, m.a.s. óvinar þíns. Þið munuð þekkja kristna menn af verkum þeirra... þ.e. kærleiks verkum þeirra.

Ég man eftir sögu sem ég heyrði á Omega um daginn.
Þar var konu boðið í kaþólska messu af vini sínum. Hún fór í messuna og naut hennar. Svo um lok messunnar fór fólk upp að altarinu og fékk blessun prestsins. Einhver pikkaði í konuna og spurði hvort hún vildi ekki fá blessun frá prestinum. Hún játti og labbaði upp að altarinu. Þá stóð maður á fremsta bekk upp og kallaði: "Nei, þessi kona er ekki kaþólsk! Hún má ekki fara upp að altarinu!" Konunni varð brugðið, en fékk þó blessun prestsins en fór heim í tárum.

Var það rétt hjá manninum að konan mætti ekki fara upp?
Nei. Maðurinn á fremsta bekknum er ekki góður fulltrúi fyrir kaþólsku kirkjuna. Maðurinn sem bauð henni í messuna, maðurinn sem bauð henni upp að altarinu og presturinn sem blessaði hana eru hins vegar góðir fulltrúar kirkjunnar.

Jesú er nokk sama hvaða kirkjudeild við tilheyrum eða hvaða trúarbrögð við erum fædd inn í. Hann tekur við öllum þeim sem leita hans.

Wednesday, January 08, 2003



Kíkið endilega á þessa síðu um "sértrúarsöfnuði"


Svona á að gera þetta... ég setti tengil á síðuna þar sem stelpan var týnd... og nokkrum mínútum seinna finnst hún... :D

nei ég ætla mér svosem ekki að taka heiðurinn af þessu... :)
Stelpa týnd:

Ég varð nú að taka tengilinn hérna út, því hann bendir ekki lengur á síðuna um týndu stelpuna... heldur eitthvað sem á ekki heima á þessari síðu



Fróðleiksmoli
Ef þið klippið eitt hár af höfði ykkar, bara örstutt hár, t.d. 1 mm, þá geymir þetta litla hár upplýsingar um alla byggingu þína. Það er meira að segja hægt að nota þetta hár til þess að búa til nákvæma eftirmynd af þér. Ef þessar uppplýsingar væru skrifaðar niður á blað, þyrfti margar milljónir blaðsíðna til að koma þessu öllu fyrir.

Spáið í því að sumt fólk heldur í alvöru að allar þessar upplýsingar séu þarna fyrir einskæra tilviljun, það heldur að í upphafi hafi ekki neitt verið til, en svo hafi allt í einu allt bara orðið til... án þess að neinn gerði neitt... og svo þegar pláneturnar voru til... þá hafi allt í einu einn steinninn bara lifnað við og orðið að pöddu eða fisk eða eitthvað... án þess að neinn gerði neitt... og svo hafi þessi pinkulitla padda eða fiskur með tímanum breyst í mann... sem er svo einstaklega flókin samsetning að það þyrfti allar þessar milljónir af blaðsíðum til þess að skrifa niður hvernig manneskjan sé byggð... og í hvaða ómerkilega hluta líkamans sem er, er að finna nákvæmar upplýsingar um alla byggingu mannsins...

Og svo segir fólk að ég sé ruglaður þegar ég dirfist að leggja til að einhver hafi búið allt þetta til...
je dúdda mía

Ég fattaði bara í gærkvöldi að ég er víst að blogga á þessa síðu á röngum forsendum...
Ég er ekki endilega bara að hugsa um að gera ykkur gott með því að "frelsa" ykkur öll. Ég er miklu frekar að hugsa um sjálfan mig. Mig langar í rauninni bara ekki að standa einn í þessari trú. Ég er meira að hugsa um að þið haldið ekki að ég sé algjör bjáni að trúa því sem ég trúi. En góður maður útskýrði það fyrir mér að hverju sem trúið, hvað sem þið reynið að segja mér þá mun Drottinn alltaf halda loforð sín við mig. Ég get gengið á vatni ef ég bara trúi, hvort sem ykkur líkar betur eða verr.
Núna ætla ég semsagt að reyna að blogga á réttu forsendunum...

Guð blessi ykkur!

Tuesday, January 07, 2003

Erna bloggvinkona mín sagðist vera ósátt við stöðu konunnar í Biblíunni.
Þá vil ég nú bara benda þér á síðasta pistil minn, sérstaklega þann hluta sem er um þýðingu Biblíunnar. Í gegnum tíðina hefur Biblían verið þýdd af mönnum sem lifað hafa í heimi þar sem eðlilegt þótti að konan væri ekki jafn "mikilvæg" og karlinn. Það hefur svo komið út í þýðingu þeirra, sem hefur svo verið stuðst við alveg fram á þessa öld.

Enda þótt margt virðist vera niðrandi við stöðu konunnar í Biblíunni þá er margt skiljanlegt. Til dæmis segir Biblían að konan eigi að vera undirgefin manni sínum. Það þýðir ekki að hún eigi að vera niðurbæld kona út í horni, heldur að hún eigi að elska mann sinn og virða takmarkalaust. Það sama er sagt að maðurinn eigi að gera við konuna, bara orðað öðruvísi.

Svo er sagt að maðurinn sé höfuð fjölskyldunnar eins og Kristur sé höfuð kirkjunnar. Það er ekki lítilsvirðing við konur. Heldur er það bara svo að til þess að leysa ágreining á milli hjóna þá þarf stundum bara að ákveða að annar aðilinn hafi rétt fyrir sér. Þar hefur Guð valið manninn til þess að vera sá sem tekur ákvörðunina. Ekki af því að maðurinn hefur endilega rétt fyrir sér. Þvert á móti myndi ég halda að konan gæti bara frekar þolað að segja að karlinn hafi rétt fyrir sér þó hann hafi rangt fyrir sér. En góður eiginmaður myndi heldur aldrei ákveða að eitthvað sé rétt án þess að taka tillit til skoðunar konu sinnar.
Ég veit að þetta lítur ekki vel út svona á prenti hjá mér, enda finnst mér þetta sjálfum vera frekar strangt til orða tekið hjá mér þegar ég les yfir þetta sjálfur. Ég kann bara ekki að orða þetta betur.

Það sem ég ætlaði að segja var í stuttu máli þetta.
Hjón eiga að elska hvort annað.
Bæði eru þau jafn mikilvæg frammi fyrir Guði.
Bæði eiga þau að hlýða Guði í einu og öllu.
Þau hafa bara misjafnan tilgang í lífinu, en tilgangur beggja er jafn mikilvægur.


svona... vona bara að þið fattið hvað ég á við.
amen
:D
Varðandi bréfið á birgir.com sem ágætur aðili benti mér á.
Finnst undir fyrirsögninni Hálfopið bréf til Sigurbjörns Einarssonar biskups

Það ber fyrst að nefna að ég hef ekki lesið þá grein sem Sigurbjörn skrifaði um Niels Dungal né heldur hef ég lesið Blekking og þekking eftir Niels Dungal.
Í stuttu máli fjallar bókin, að því er virðist, um þau voðaverk sem menn hafa framið í nafni trúar í gegnum tíðina og það þekkingarleysi sem viðhefst í kristinni trú að trúa því að nokkur maður geti læknast af líkamlegum kvillum með hjálp trúarinnar.

Enginn getur með nokkru móti reynt að þræta fyrir þessi voðaverk. Hægt er að telja upp endalaus ofbeldisverk sem manni hryllir hreinlega við tilhugsuninni af. Hér á Íslandi má nú til dæmis minnast þess hvernig lútherskur siður komst á hér á landi og kaþólskan var afnumin, með því einfaldlega að drepa kaþólikkana. Erlendis má finna marga verri glæpi sem framdir hafa verið í nafni trúar, t.d. notaði Hitler Biblíuna í sínum ofsóknum og Ku Klux Klan eru þekktir fyrir að nota Biblíuna í sínum málflutningi. En það eru þó bara örvæntingarfullar tilraunir til að öðlast meira fylgi meðal almennings og til að afsaka gjörðir sínar. Því alltaf er hægt að taka eitthvað úr samhengi til þess að aðlaga það að sínum málstað. Algengt er t.d. að gagnrýna Biblíuna með því að segja að í Biblíunni segi að ef önnur hönd manns syndgi eigi að skera hana af. En með því er átt við að hvað það sem leiði mann til syndar er betra að losa sig við heldur en að halda áfram að syndga. Þetta ritningarvers á t.d. við þegar maður er í slæmum félagsskap sem leiðir mann til syndar, þá er betra að losa sig við þennan félagsskap en að halda áfram að syndga.

En nú er ég nú kominn út fyrir efnið...

Megin inntak þessarar greinar minnar á þó fyrir alla muni að vera það að hversu skökk og skæld sem Biblían er, og hversu skakkar og skældar túlkanir misgóðra manna á henni eru, þá er bókin í upphafi skrifuð af mönnum uppfylltum af anda Guðs, sem er það sem gerir hana sérstaka. Hún er frásögn af mönnum sem fengu að kynnast Jesú frá fyrstu hendi og af lærdómi þeirra.

Við túlkun Biblíunnar frá upphaflegu tungumáli yfir á okkar ástkæra ilhýra hefur upprunanleg meining orða Biblíunnar breyst, eins og gefur að skilja. Ég hef ekki kynnt mér aðferðir þýðenda við þýðinguna, en get trúað að íslenska þýðingin sé ekki þýdd beint, heldur sé stuðst við erlendar þýðingar. Við slíka þýðingu getur texti misst allt sitt gildi, enda eru margir Guðsmennirnir farnir að rýna í upprunalegri texta en íslensku þýðinguna til að átta sig á fjölbreytileika meiningarinnar. Við vitum það öll sem höfum lent í að þurfa að túlka íslensk ljóð og texta í skóla að hægt er að fá mjög misjafnan skilning úr textum (og aldrei skilur maður þetta eins og kennarinn).

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að Birgir er líklegast ekki að gagnrýna kristna trú í heild sinni, þó hann skjóti nú á undirstöðuatriði kristinnar trúar í málflutningi sínum, heldur er þetta "hálfopið bréf" til biskupsins en ekki allra kristinna manna. Ég tók það þó að mér að verja kristindóminn, en ekki biskupinn, enda hefur áður komið fram að ég þekki ekki til hans né verka hans.

Nú er ég nú hins vegar orðinn þreyttur og farinn að röfla eitthvað þannig að ég ætla að geyma þetta aðeins...

Endilega kommentið á það hjá mér ef það er eitthvað sem virðist vera misskilningur hjá mér eða bara hreinasta vitleysa. :)

Friday, January 03, 2003

Ég horfði á Stundina okkar um daginn
...fínasta sjónvarpsefni...

Þar voru þeir með engil í heimsókn... svona í tilefni jólanna...
Það er gott og blessað að þeir skuli tala um trúna í barnatímanum og svona...

en annað var nú verra...
þegar ég byrjaði að horfa var víst komið gat á vænginn á englinum svo hann gat ekki flogið (ég veit ekki hvaðan þessir vængir koma alltaf á engla) en allavega... þá var það víst eina lausnin til þess að laga vænginn að finna einhvern músahala og allskyns dót og blanda því saman við kærleik, vináttu og eitthvað annað...

ok... fínt mál að ríkissjónvarpið skuli kenna krökkum um gildi vináttu og kærleiks... en að blanda saman einhverjum seiðgöldrum og kristindómnum... það á bara ekki að gerast...

ef engill slasast... þá getur guð læknað hann... án þess að hafa músahala og einhverja vitleysu...

þarna voru höfundar Stundarinnar bara að bæta einhverju bulli við Kristindóminn til þess að gera hann meira spennandi.

Það er engin furða að fólk skuli ekki trúa á Krist lengur þegar boðskapur hans er afbakaður svo víða...

Sumir myndu segja að þetta væri nú bara smámunasemi í mér... en þetta er bara vægt dæmi um afbökun Biblíunnar...


Guð blessi Ríkissjónvarpið og starfsfólk þess!
Takk Erna... fyrir að vera sú eina sem nennir að kommenta hjá mér. :)

Wednesday, January 01, 2003

Í morgun þegar ég horfði á á Hour of Power sjónvarpsþáttinn sagði Robert Schuller sanna sögu af ólympíuleikum fatlaðra (special olympics) í ár (minnir mig... allavega nýlega).

Þar var eitthvert kapphlaup í gangi. Í miðju kapphlaupinu datt einn keppandinn og fór að gráta. Þegar hinir keppendurnir sáu þetta, stoppuðu allir, gengu til baka og hugguðu þann sem hafði dottið. Svo héldust þau í hendur og gengu saman í mark.

Bara ef allur heimurinn væri svona góður. Öll hefðu þau getað hlaupið áfram og sigrað og öll ákváðu þau að betra væri að fara til baka og hjálpa þeim sem hafði mistekist. Þau létu hagsmuni annarra koma fram yfir hagsmuni sína.

Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Það er sama hversu gott eða slæmt við höfum það. Öll getum við sýnt öðrum kærleik, líkt og þau gerðu.

Guð blessar þá sem breyta rétt. Það gerðu þau þennan dag. Hvað sem þau höfðu gert fyrr á ævinni, því geta þau ekki breytt. En þarna á þessu augnabliki, tóku þau öll rétta ákvörðun, bestu ákvörðun sem þau gátu mögulega tekið í stöðunni. Það geta þau alltaf haft í minningunni, þarna sýndu þau náunganum fullkominn kærleik.

Guð blessi þau, eitt og sérhvert!

Nú árið er liðið í aldanna skaut...
Gleðilegt nýtt ár allesammen!

Monday, December 30, 2002

því miður þá er ég líka syndari
Það er merkilegt að þegar ég sleppi því að fara á samkomu, enda ég alltaf á því að gera eitthvað sem ég sé eftir.

Ég mæli eindregið með því að allt kristið fólk mæti á þessar samkomur sem kirkjurnar bjóða uppá. Þetta er miklu skemmtilegra heldur en maður myndi búast við (allavega í þeim kirkjum sem ég hef farið í) og eftir að maður byrjar á þessu þá sér maður alveg að þetta vantaði alveg inní lífið hjá manni.

Guð er góður!
Kæri faðir!

Ég er syndugur maður,
það veit ég vel.
Ég á ekki góðvild þína skilið
því hvað eftir annað fer ég af þeirri leið sem þú vilt hafa mig á,
vitandi það að ég er að gera eitthvað þvert á vilja þinn.

Guð gefðu mér vit og styrk til þess að halda mér á réttri braut.
Gefðu mér kjark til þess að gera það sem rétt er í stað þess að fylgja straumnum.

Takk fyrir að vilja fyrirgefa mér þó svo ég fari út af sporinu.
Takk fyrir að taka mér eins og ég er.
Takk fyrir að hafa meiri þolinmæði en nokkur maður gæti haft.
Ef ég hefði þig ekki, þá væri ég ekkert annað en skinn og bein.

Drottinn lýstu upp réttu leiðina svo ég villist ekki af leið,
og ef ég villist af leið þá geti ég alltaf séð hvar rétta leiðin er.

Amen

Sunday, December 29, 2002

Hefurðu gert eitthvað sem Guð vill ekki fyrirgefa?

Svarið við þessu er NEI. Guð fyrirgefur allar syndir okkar. Hvort sem þú hefur drýgt hór, drepið mann, logið að manni eða hvað sem er, þá er Guð viljugur að fyrirgefa þér svo lengi sem þú biðst fyrirgefningar í einlægni!
Við skulum njóta dagsins í dag því dagurinn í dag var skapaður af guði. Heiðrum hann með því að njóta dagsins.

Friday, December 27, 2002

Jesúbarnið í jötunni
Þar sem það tekst alltaf eitthvað illa að setja inn tölvupóstfangið mitt hérna til hliðar, þá set ég það bara hérna:

nscrd@hotmail.com

ef einhver þarf að segja mér eitthvað.
og svo getiði líka talað við mig á msn undir þessum email.
Kæri Guð!

Hjálpaðu mér að gera þinn vilja í dag og alla daga.

Amen
Þá fer að líða að áramótum.
Þar sem margir hafa eflaust hugsað sér að drekka sig blindfulla og láta áramótin fara framhjá án þess að taka eftir þeim.

Ég fór soldið að hugsa út í þetta þegar ég las baksíðu Fréttablaðsins í dag. Þar skrifaði Þráinn Bertelsson (held ég) um þennan sið okkar Íslendinga að bíða alltaf spennt eftir frítíma okkar til þess að geta látið tímann líða hratt hjá, helst meðvitundarlaus, þannig að við getum nú örugglega algjörlega misst af þessu fríi okkar. Og svo getum við strax farið að hlakka til þess að drekka okkur blindfull í næsta fríi.
Sjálfur hef ég tekið þátt í þessu. Byrjaði um 16 ára aldur, sem jafnöldrum mínum þótti frekar seint, en þegar ég lít til baka og horfi á 16 ára krakka, þá finnst mér þetta allt of ungur aldur til að neyta áfengis.

Ég hef nú haldið mig mestmegnis frá þessum ósið að undanförnu en er farinn að finna fyrir þrýsting frá vinum mínum um að "detta nú vel í'ða um áramótin". Ég bið bara Guð að hjálpa mér að segja nei!

En það getur reynst erfitt því ekkert finnst mér erfiðara en að taka afstöðu með Guði og á móti heiminum. Því heimurinn "refsar" mér strax ef ég tek ekki þátt í þessu, en Guð fyrirgefur syndir ef ég bið þess og ef ég bið þess ekki þá kemur refsingin ekki fyrr en þegar ég dey...

Ég vil þakka þeim sem hafa ákveðið að setja tengil til mín á síðuna þeirra. Það eykur fjölda heimsókna til mín svo um munar.

Guð veri með ykkur!

Tuesday, December 24, 2002

Þetta er eitthvað svo grátlegt.

Ég reyni að tjá mig og segja fólki frá Jesú.
Ég tala einfaldlega út frá hjartanu og segi fólki hvað Guð hefur gert fyrir mig. En það eru bara svo margir sem vilja ekki hlusta. Ég get ekki tjáð það með orðum hvernig líðan það er að geta treyst Guði í öllum kringumstæðum. Orðið yndislegt nær hvergi nærri að lýsa þessu. Ég vil fólki bara vel þegar ég segi því frá Guði. En fólk tekur þessu sem einhverri árás. En málið er bara að eina ástæðan fyrir því að ég segi fólki frá Guði er sú að ég vil að þeim líði jafn vel og mér og að það fái það sem ég hef fengið.
En þá er maður bara kallaður oftækisfullur.

Ég get aldrei sagt það nógu oft að kristin trú er einungis gleðilegur boðskapur, ekkert slæmt tengist kristinni trú.

Ég bið ykkur enn einu sinni að endilega láta mig vita ef ykkur finnst þið græða eitthvað á þessum skriftum mínum, því það hvetur mig áfram, þó það sé ekki nema eitt hvatningarorð.

Gefið Jesú gaum um jólin!
jólin komin

þá eru líklega flestir búnir að taka upp pakkana og svona... allir vonandi ánægðir með það að einhver sé til í að gefa þeim pakka.

af hverju höldum við jól?

góð spurning... sem allir vita svarið við en fæstir spá þó eitthvað í. Jólin eru auðvitað til þess að fagna fæðingu frelsarans. Við fögnum því m.a. með því að gefa hvert öðru pakka. Mér finnst boðskapurinn sem krakkar fá um jólin oft vera eilítið bjagaður. Í jóla-teiknimyndum er jú yfirleitt talað um að jólin snúist um það að sýna hvert öðru kærleika og að vera góður við alla og svona, sem er jú bara gott og blessað. En það sem virðist oft misfarast er það að jólin eru haldin til að fagna fæðingu frelsarans. Oft kemur jólasveinninn bara í stað Jesú, þar sem megin inntakið er að krakkar eigi að trúa á jólasveininn, en hvergi er minnst á Jesú. Þetta er eins og að tala um afmælisveislu en gleyma að minnast á afmælisbarnið og tala bara um kökurnar.

Við höldum jól fyrir Jesús og engan annan!

Monday, December 23, 2002

Björgun heimsins
Stundum vill kristið fólk bjarga heiminum á sekúndubroti. Ég er þar á meðal. Þá hættir manni til að dæma fólk. En það er að sjálfsögðu ekki okkar að dæma, Guð einn getur dæmt fólk.

Aðrir eru engu skárri
Ótrúað fólk er líka fljótt til að dæma kristið fólk. Það getur stundum ekki beðið eftir að finna eitthvað rangt við það sem kristna fólkið gerir, til að geta kallað það hræsnara. En við viðurkennum það alveg að við erum alveg jafn miklir syndarar og hver annar. Við reynum bara hvað við getum að forðast syndina, en allir menn eru syndarar.

Ekki ég heldur
Ég man eftir því eitt sinn að hafa séð ónefndan, þekktan predikara borða á veitingastað (áður en ég frelsaðist). Ég sá hann rétt áður en hann borðaði og rétt eftir að hann hafði byrjað að borða. Ég gerði bara ráð fyrir að hann hefði ekki farið með borðbæn því svo stuttur tími hafði liðið. Þetta sagði ég svo vinum mínum við gott tækifæri.

Gunnar draumur hvers sjónvarpsmanns
Það var í tísku fyrir nokkrum árum að bjóða Gunnari í Krossinum í sjónvarpsviðtöl svo hægt væri að spurja hann þeirrar heitu spurningu: "Er það synd að vera samkynhneigður?" Alltaf svaraði hann eftir því sem stóð í Biblíunni og alltaf var hann gagnrýndur fyrir það. Ég man m.a.s. eftir því að hafa séð hann settan við hlið Rósu á Spotlight, þar sem þáttarstjórnendur vonuðust eftir góðum kattaslag, sem og þeir fengu.

Gunnar er samt sem áður alls ekki á móti samkynhneigðum. Hann veit hins vegar að Biblían segir að samkynhneigð sé ekki af hinu góða, því vill hann bjarga samkynhneigðum frá synd.

Hvað sem hver vill segja þá vill hann öðrum bara gott.

Verum vinir

Af hverju getum við ekki bara hlustað hvort á annað og reynt að gera alltaf það sem gott er? Allir hafa eitthvað til málanna að leggja. Öll erum við börn Guðs og höfum val um hvaða leið við veljum í lífinu. Munum bara hvert hver leið stefnir.

Ef ég skrifa ekki aftur fyrir jól, þá vil ég bara óska ykkur gleðilegra jóla!
Njótið þeirra!

nscrd@hotmail.com
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort prestar þjóðkirkjunnar séu "frelsaðir". Þeir eru það eflaust flestir, þó þeir kannski kalli það ekki beint að vera frelsaður.

En þeir sem lifa fyrir Drottinn Jesú Krist og hafa orð hans að leiðarljósi, eignast eilíft líf og hljóta því að vera "frelsaðir".

Ég hugsa mikið... kannski of mikið... því kristindómurinn er einfaldur en ég geri hann flókinn... maður þarf bara að trúa, ekki að skilja...

Það getur verið erfitt að skilja vegi Guðs því hann er svo margfalt vitrari en við og veit hvað mun gerast í öllum kringumstæðum þannig að maður getur ekki skilið þetta, bara trúað að allir hlutir samverki til góðs.

Í dag hafði ég hausverk, hastaði á hann í nafni Jesú Krists, og hann fór...

Nú hugsa margir... enn einn vitleysingurinn!!!...

kannski... en ég losnaði þó allavega við hausverkinn.


Friday, December 20, 2002

Guð er kærleikur!

Þá er ég loksins að klára prófin, ég hefði dáið úr stressi ef ég hefði ekki trúna!

En maður megnar allt með Kristi...

Margir halda að guð sé bara einhver sem maður hyllir kannski á jólunum... og þeir sem eru verstir fari kannski í messu flesta sunnudaga...

En Guð er ekki bara með okkur á sunnudögum og jólum... hann elskar okkur... alla daga allan ársins hring... meira að segja þegar við gerum eitthvað gegn vilja hans, þá elskar hann okkur enn... þó hann fordæmi að sjálfsögðu þá synd sem við fremjum...

Margir spurja: "Ef Guð er góður, af hverju lætur hann þá fólk þjást um allan heim?"
Það er ekki það að hann vilji að fólk þjáist, en hann veit allt, þannig að hann veit hvað þarf að gerast til þess að við leitum hans. Ég hefði til dæmis aldrei leitað hans ef líf mitt hefði bara verið fullkomið og aldrei neitt gerst fyrir mig... því þá hefði ég haldið að ég gæti gert allt í eigin mætti.

Á okkar erfiðustu stundum leitum við í trúna...
ef þið væruð í flugvél sem væri að hrapa... þá mynduð þið örugglega heyra um alla flugvél fólk vera að fara með faðir vorið... jafnvel fólk sem hefði aldrei farið í kirkju... en þegar við sjáum að við höfum ekki lengur tök á hhlutunum þá leitum við til einhvers sem hefur vald yfir öllum kringumstæðum.

Guð er eins og gott foreldri... ef þú átt barn, eða yngra systkini eða eitthvað, þá veistu að stundum þarf að skamma börn svo þau viti hvað sé rétt og hvað rangt... það sama þarf Guð að gera... heimurinn fer sífellt versnandi og ef Guð hefði ekki tekið í taumana væri hann eflaust eyðilagður nú þegar....

Guð elskar okkur öll, við þurfum bara að elska hann á móti og taka á móti góðvild hans!

Farið í friði, og fylgið Drottni!

Tuesday, December 17, 2002

Nú vil ég hvetja alla til þess að hjálpa hungruðum börnum...
þið þurfið ekkert að gera nema ýta á einn takka eins oft og þið viljið hjálpa...

farið á www.thehungersite.com og ýtið á "Give free food", þá gerið þið ykkar til þess að gefa hungruðum að borða... auglýsendur á síðunni eru þeir sem borga brúsann...

þetta getiði svo gert á hverjum degi til þess að hjálpa heiminum.

það væri hugsanlega gott að gera þetta að startup síðunni ykkar svo þið getið byrjað netvafrið á hverjum degi með því að gefa hungruðu barni að borða!
Ég læt þessa bara koma í heilu lagi á ensku...
en hún er um það að Gyðingar og Palestínumenn hittast til að stuðla að friði...

Palestinians and Jews. Working Together.

Palestinians and Jews have finally found a place where they can safely meet and listen to each other’s grievances and understand each other’s pain while in the same room -- a living room.

As their governments grapple with suicide bombers and military invasion, 40 groups of Palestinians and Jews are building relationships of caring and mutual respect in living rooms across the US and the Middle East, with the goal of building trust between peoples who have rarely known each other.

Israelis have told Len and Libby Taubman, who started the first Living Room Dialogue Group 10 years ago in San Mateo, CA., “I never knew a Palestinian in all the years I lived in Israel.” During the 192 monthly meetings held in the Taubman’s living room since 1992 the 30 Jewish and Arab participants have become close friends.

“What war is about is lack of communication. It is both sides trying to be heard and not being listened to,” insists Libby, “

and that’s what we do in Living Room Dialogue. Dialogue is not conversation, or debate. It is open listening to the other person’s narrative or story.”

Taubman explains how frustrations are eased through the dialogue. “Especially for our Palestinian friends from Ramallah. They have families there. Some of them have had their houses broken into by Israeli soldiers and they’ve been locked in their bathrooms for hours. So, coming here and getting to express it in the group -- and educate all of us -- helps. It has become a support group. People are feeling very depressed, angry, or fearful.”

But the most significant benefit of Dialogue Groups is when members speak up back in their own communities, showing support for both sides.

“Right now you can see everybody is choosing sides and if you’re not on my side, you’re a traitor -- and that is going nowhere.

Being for only one side and shaking your fist is not solving the problem. Until we can want the best for each other, understand the needs of both peoples that are unique to them, be for both peoples equally... nothing is going to be resolved.”

One of their stated goals is to wake up the American public and their representatives to realize there are two narratives and suggest that before they lobby for one side they need to hear both peoples’ stories. Then, the U.S. can be in a better position to be the peace broker.

The dialogue groups use technology to network with each other and to earn new supporters. An e-mail list of over 900 persons regularly receives positive stories from the Taubmans about Palestinians and Jews working together for mutual benefit. In internet chat rooms the groups exchange news with folks back in the homeland. Libby tells of Palestinians, who in the beginning of the conversation say ‘you’re the enemy.’ “They use profanities and say ‘I’d like to kill you.’ We say wait, wait, wait. Let us tell you about our dialogue group -- and with the Webcam we can show headlines about the group and hold up pictures of the group. After a really intense hour, they begin to change, and then all of a sudden you have this amazing new friend who can’t believe he’s talking to a Jew who cares about him. It’s very powerful. So we feel like we do have an impact over there.”

How can they hold meetings when things back home are deteriorating?

Everybody tells Libby, “ ‘This is where I experience hope.’ We see what is possible” She points out that there are reasons for hope because of things like the more than 400 refuseniks in the Israeli Defense Force who are refusing to serve in the occupied territories, because of the peace rally in Tel Aviv -- the first one in a long time -- that drew 60-100 thousand demonstrators, because of the Saudi peace proposal, because of the 1000 phone calls flooding a New York radio station after a story about a Brooklyn dialogue group, because there is a long waiting list of people who want to join their own group, and because the Palestinian people -- like the Jewish people -- are a very determined and resilient group. “They are kind of mirror images of each other... cousins going back to Abraham!”
(June 1, 2002)
Loksins eitthvað almennilegt

Þið hafið nú örugglega öll tekið eftir því að það eru bara slæmar fréttir í öllum fréttamiðlum alla daga... en að sjálfsögðu eru líka góðir hlutir að gerast!
Ég fann þessa fínu síðu með góðum fréttum... og ég er að spá í að segja svona annað slagið frá góðu fréttunum... bara til að minna okkur á það að það er ekki allur heimurinn sem er þjakaður af djöflinum. :)
í 5. mósebók 27. kafla segir að bölvaðir séu þeir sem:
byggja skurðgoð, óvirða foreldra sína, taka eitthvað ófrjálsri hendi, leiða blindan mann af réttri leið, sem halla rétti útlendinga, munaðarleysingja eða ekkju, leggjast með konu föður síns, hafa samlag við skepnu, leggjast með systur sinni, leggjast með tengdarmóður sinni, drepa menn...

allt þetta á sér þó stað út um allt....
"Ef þú hlýðir grandgæfilega raustu Drottins, Guðs þíns, svo að þú varðveitir og heldur allar skipanir hans, þær er legg eg fyrir þig í dag, þá mun Drottinn, Guð þinn, hefja þig yfir allar þjóðir á jörðu, og þá mun fram við þig koma og á þér rætast allar þessar blessanir,..."
5. mósebók 28:1-3

Sunday, December 15, 2002

Á hverjum einasta morgni, ákveð ég að í dag verður góður dagur og að það sem gerist sé guðs vilji og því sé það gott...
og svo bið ég guð að gera hans vilja í dag...

og svo ef eitthvað "slæmt" gerist, þá verður maður bara að muna hvað maður ákvað um morguninn... og muna að guð leggur ekki neitt á mann nema hann hafi trú á að við komumst í gegnum það... og því styrkjumst við bara við það...

Saturday, December 14, 2002

Einu sinni var ég þunglyndur
það var ekkert spaug...
það fyrsta sem ég hugsaði á hverjum morgni var hvort það væri einhver tilgangur með því að lifa áfram...
það síðasta sem ég hugsaði á kvöldin var hvernig ég gæti drepið mig...
en þar sem ég vissi að fjölskyldan mín, sérstaklega mamma mín myndi kenna sjálfri sér um, og líf þeirra yrði aldrei samt aftur, þá vildi ég helst ekki valda þeim þessu...
ég var nú nokkuð trúaður þá... en hugsaði kannski ekki mikið um trúna... en ég bað guð hins vegar á hverju kvöldi að gefa mér ólæknandi dauðlegan sjúkdóm... þá þyrfti ég ekki að hafa neina sektarkennd yfir því að deyja... ég var m.a.s. búinn að ákveða hver lokaorð mín yrðu áður en ég myndi deyja.
Þegar árásirnar urðu á Bandaríkin 11. sept. 2001, þá hafði þunglyndið nú stórminnkað, en samt sem áður fékk ég smá von þessa stundina um að kannski yrði gerð árás á Ísland líka þar sem ég gæti dáið.
Ég hugsaði sem svo að ég hefði svosem ekki gert nokkrum manni neitt... allavega ekkert of slæmt.. þannig að ég kæmist nú örugglega inn í himnaríki... ég myndi ekki sakna neins hérna...
En ekki fór nú svo...

Þegar ég lít til baka sé ég nú hversu mikil sjálfselska þetta var í mér, að vonast til þess að ráðist yrði á Ísland... bara af því ég myndi deyja... ég hugsaði ekki út í alla hina sem myndu deyja.

En það var ekki nema fyrir náð guðs að ég losnaði út úr þessum vítahring sem þunglyndið var...
í dag er ég glaður þó svo ég eigi mína slæmu daga eins og allir þá sé ég alltaf útleið, og það er ekki dauði... heldur líf... því jesús er sannleikurinn vegurinn og lífið!
Eftir að ég byrjaði að stunda trúna mína af fullri alvöru, þá er ég alltaf sívælandi... :) ég hafði ekki grátið í mörg ár... hvorki við dauða ættingja eða neitt... því ég var bara með einhverskonar steinhjarta... það var ekki það að mér væri ekki annt um fólkið né það að ég vildi ekki gráta... því ég vildi rosalega fá að gráta á stundum... en það komu bara engin tár...

en núna... þá flæðir þetta bara af minnsta tilefni... það er sérstaklega erfitt að horfa á world's most amazing videos á skjá einum... það er alltaf einhver alveg að deyja og eitthvað... mér finnst þetta alveg stórskrýtið... og svo líka þegar eitthvað gott gerist... þá græt ég einhverjum gleðitárum...

maður er bara orðinn algjör ... tja... eins og sumir kalla það... kelling... :D


ég myndi samt aldrei viðurkenna þetta ef einhver spyrði mig...
bara þetta trúboð væri svona einfalt...
pssssst..........

guð er góður...

láttu það ganga...

:D

Það er bara fullt af fólki farið að skoða síðuna mína... þannig séð... allavega meira en ég bjóst við...

ég er kominn með einhvern hugbúnað sem gerir mér kleift að sjá hvaðan fólk kemur og það er bara fólk allstaðar af úr heiminum.

danmörku, svíþjóð, bandaríkjunum... þið megið endilega segja mér hvar þið heyrðuð af vefsíðunni... svo ég geti þakkað pent fyrir mig. :)

fólk virðist samt ekkert vera of mikið fyrir að kommenta á hvað ég segi... en endilega gerið það svo ég viti hvað, ef eitthvað af þessu, er lesið
Núna getiði farið að kommenta á það sem ég skrifa!!
Góði guð!

Ég bið þess af allri þrá,
að þú verðir með mér í dag,
að þú sendir engla þína til þess að vernda mig við hvert fótmál,
að þú hjálpir mér í gegnum erfiðleika lífs míns,
að þú gjörir kraftaverk í lífi mínu á hverjum degi
og að ég fái að starfa fyrir ríki þitt svo lengi sem ég lifi.

Ég bið þess að fjölskylda mín frelsist,
að þú styrkir þau og eflir samband þeirra, hvort við annað og við þig,
að þú hjálpir þeim að þrauka í þeim erfiðleikum sem þau eiga við
og að þú sýnir þeim þann kærleika sem þú hefur sýnt mér.

Ég bið þess að þú hjálpir fátækum að eiga í sig og á,
að þú hjálpir ríkum með því að sýna þeim veginn að Guðs ríki,
að þú deilir auði jarðarinnar jafnt á milli manna,
að þú deilir kærleika þínum jafnt á milli manna
og að fólk um allan heim muni fá að kynnast fagnaðarerindinu.

Ég bið þess að kristilegar stofnanir muni brjótast út úr þeirri skel sem þær eru í dag, svo þær geti sýnt að kristindómurinn er lifandi trú sem hver sem er getur fengið að prófa.

Ég bið fyrir öllum kristnum söfnuðum, hvort sem þeir eru fríkirkjusöfnuðir, lúterskir, kaþólskir eða hvaða nafni sem þeir nefnast, ég bið þess innilega að þeir hafi boðskap þinn að leiðarljósi.

Ég bið þess að fleiri Íslendingar frelsist til lifandi trúar á Krist, son þinn. því að svo elskaði guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur eignist eilíft líf. Og ég þakka þér innilega fyrir þá gjöf, því öll auðæfi heimsins standast ekki samanburð við gjöf þína.

Drottinn, ég bið þess að þinn vilji verði, svo á jörðu, sem á himni.

Amen
það er ekki skrýtið að fólk skuli ekki trúa á Jesús, þegar lærisveinar hans gerðu það ekki einu sinn fyrr en þeir fengu að snerta sár hans


góða helgi alle sammen

Friday, December 13, 2002

smá tjekk
Ég ætla að gera plan...
þar sem ég er einn af þeim sem á erfitt með að segja fólki frá trúnni minni... það er ekki það að ég skammist mín fyrir trúna... en það er bara eins og það er að fólk tekur því yfirleitt ekkert of vel þegar maður segist vera frelsaður... þó fjölskyldan mín taki því nú nokkuð vel...

en planið mitt er að segja einhverjum nákomnum mér frá trúnni... a.m.k einum í hverri viku...

ég sé strax aftir því að lofa þessu... þó svo ég viti að Guð verði með mér og þetta getur ekki orðið til annars en góðs... ein og öll önnur "trúarskref" sem ég hef tekið!

Amen!

Guð blessi ykkur!
Ég var að fatta að það er föstudagurinn þrettándi í dag... sem betur fer er ég ekki hjátrúarfullur!

Wednesday, December 11, 2002

Jesús er alltaf í góðu skapi.
Ég breytti síðunni eitthvað smá, þið verðið að afsaka ef hún virkar ekki sem skildi
Núna eru flestir krakkar og unglingar að undirbúa sig undir próf... og ég líka...

Ég finn alveg rosalegan mun á prófkvíða fyrir og eftir að ég frelsaðist! Áður fyrr þá fannst mér það algjör heimsendir ef ég skyldi fá lágt á prófi... en núna veit ég að þessi próf skipta ekkert það miklu máli... auðvitað er ágætt að fá góðar einkunnir og svona en þegar maður hugar út í allt það sem er í vændum eftir þetta líf... þá verður eitt lítið próf svo ómerkilegt... því þetta jarðlíf er bara örlítið brot af allri eilífðinni.

Þetta segi ég ekki svo fólk fari að sleppa því bara að læra fyrir próf og tjilla bara, heldur er ég bara að segja að við eigum bara að reyna að njóta lífsins
Þegar maður spáir í því þá finnst manni það soldið merkilegt að allt þetta fólk um allan hinn vestræna heim skuli vilja gefa jólasveininum "kreditið" fyrir pakkana ár eftir ár...
eins og fólk vill nú oft alls ekki að aðrir fái heiðurinn af góðverkum sínum
Þá fer að líða að jólum... aðeins 13 dagar til stefnu... jólasveinar farnir að koma til byggða og svoleiðis.

Annars hefur mér alltaf fundist hálfskringilegt að tengja einhverja gamla kalla í rauðum ftum við jólin...

þá tengja krakkarnir þrjá hluti við jólin... jólaveinana, jesúbarnið sem fæddist og jólapakka....

svo líður tíminn og foreldrarnir segja börnunum að það sé í raun enginn jólasveinn... þau hafi bara verið að plata þau allan þennan tíma... og svo líður og bíður og með tímanum fækkar jólagjöfunum þar sem þau eldast og þá þarf ekki lengur að gefa hvort öðru gjafir, því það er víst bara betra að gefa en þyggja hjá krökkunum...

og þegar upp er staðið þá eru engir jólasveinar, engir jólapakkar og má þá ekki bara gera ráð fyrir að sagan um Jesúbarnið hafi líka bara verið lygi... mamma og pabbi bara gleymdu að segja frá því...

mér finnst þetta allavega vera eitthvað skrýtið

Sunday, December 08, 2002

Ég vil hvetja alla, kristna sem vantrúaða, að taka höndum saman og hjálpa börnum í neyð! Hjálparstarf ABC vinnur að því að bjarga munaðarlausum börnum. Hægt er að borga ca. 3000 kall á mánuði til þess að borga fyrir mat, húsnæði og menntun hjá einu barni þann mánuðinn, því getið þið haldið einu barni á lífi fyrir smáaura.

Um daginn sá ég gallabuxur sem kostuðu 9.900 krónur...
það eru þrír mánuðir af mat, húsnæði, menntun og öðru uppihaldi hjá barni á Indlandi...

Að sjálfsögðu verður fólk líka að geta keypt sér föt og svona, en ég bið til Guðs að fólk muni gefa það sem þeir geta gefið og að Guð muni blessa þá sem ekki geta gefið með betri vinnu.

Munið að Guð blessar góðan gjafara!
Ég fór á samkomu í Krossinum um daginn, þar sem Charles Ndifon, lækningarpredikari, kom á svæðið.

Þetta var ein rosalegasta samkoma sem ég hef farið á... heyrnadaufir heyrðu, haltir gengu, fætur lengdust... og fleira og fleira...

Ég hef nú farið á samkomur í Krossinum áður, en núna var alveg troðið út fyrir dyr... allir vildu fá að sjá þessi stóru undur... enda efast ég um að nokkur hafi farið út ósnortinn!

Ég hef svo heyrt að hann ætli að koma aftur í byrjun febrúar en þá muni vera miklu stærri salur svo sem flestir komist að.

Þó svo það sé að sjálfsögðu gott og blessað að allir komist að sem vilja þá hugsa ég að svona lítil samkoma geri mikið meira fyrir fólk, þar sem maður er í svo miklum kontakt við fólk... og maður sér alveg að engar brellur eru í spilunum.

En að sjálfsögðu kemur drottinn manni alltaf á óvart þannig að þetta verður örugglega bara enn stórkostlegra þegar fleira fólk er samankomið til að sjá þau undur sem drottinn framkvæmir.
Þeir sem lesa þetta eru endilega beðnir að láta mig vita af því ... svona til þess að ég sé ekki bara að gera þetta fyrir sjálfan mig!
Hæhæ... ég er kominn aftur!

Ég ætla að reyna að skrifa oftar hingað, vona að það gangi betur núna... þó ég sé reyndar í prófum þessa stundina þannig að það kemur kannski ekkert mikið fyrr en eftir þau.

Friday, November 08, 2002

Einhversstaðar heyrði ég það að Omega væri "söfnuðurinn" sem hefði verið ákærður fyrir að hafa fé af geðfötluðum.

Eins og áður sagði veit ég ekki mikið um þetta mál, þannig að ég get ekki sagt neitt til um sannleiksgildi þess. En eitt veit ég þó, eftir að hafa horft á Omega í áraraðir, að hann Eiríkur sjónvarpsstjóri á Omega vill fólki bara vel. Ef hann hefur orðið of ákafur við peningasöfnun, þá hef ég fulla trú á því að hann sé fullur iðrunar og vilji allt gera til þess að bæta ráð sitt.

Ég veit nú ekki hvort fólk almennt viti af hverju þessar endalausu peningasafnanir eru alltaf í gangi á Omega, en málið er að þeir hafa hafið útsendingar í gegnum gervihnött til 33 landa í Evrópu. Þetta er að sjálfsögðu kostnaðarsamt og ekki rukka þeir fólk um áskriftargjöld, né sýna þeir auglýsingar, því eru peningarnir sem þeir fá allt styrkir frá áhorfendum.

Fólk heldur kannski að þetta séu allt forríkir menn eftir að vera svona sjónvarpskallar og svona, en ég get sagt ykkur að þetta er ekki bisness til að græða á. Heldur er þeirra eina von að þeir fái fólk til að snúa sér til Krists.

Nú þegar einn kristinn maður hefur hugsanlega misstigið sig, þá eru allir tilbúnir til þess að ásaka hann án dóms og laga.

Munið orð frelsarans: "Sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus maður er!"
Einhver sagði mér að í Jesaja 40:22 þá segi Biblían að jörðin sé kúla... Og þetta var að sjálfsögðu á þeim tíma sem fólk hélt jörðina vera flata.

Endilega látið mig vita ef það eru t.d. einhver ritningarvers sem þið viljið að ég láti á síðuna.

En svona ef einhver vill hafa samband við mig þá e-mailið mitt nscrd@hotmail.com

Glæsilegt

þá er bloggið mitt komið upp bæði á tilveran.is og á batman.is

Thursday, November 07, 2002

Þetta sem kemur hérna á eftir er tekið af einhverjum heimsíðum.

Charles Darwin sagði, "Að segja að augað hafi orðið til af náttúrunni er í hæsta móti fáránlegt."

Hann semsagt trúði ekki sjálfur þróunnarkenningu sinni.
Augað hefur 40.000.000 tauga enda, fókus vöðvarnir hreyfast ca. 100.000 sinnum á dag og sjónhimnan hefur 137.000.000 ljóssellur.

Svo er annað sem ég hef mikið pælt í... vísindamenn um allan heim hafa í ára raðir reynt að gera vélmenni sem geta gengið, tekið upp bolla, hugsað... o.fl.... en það eina sem þeir hafa getað gert eru ófullkomnar vélar sem geta gert einfalda hluti svo lengi sem ekkert truflar þær...

samt trúir þetta sama fólk því að þeir sjálfir, sem geta gert alla mögulega hluti, gengið, tekið upp bolla, hugsað o.m.fl., hafi orðið til fyrir tilviljun...

(?)
fyrir þá sem vilja tala við einhvern um kristna trú þá bendi ég ykkur á að fara á cross.is og ýta á spjall. Þar getiði yfirleitt fundið einhvern til þess að tala um trúna.
Hananú... nú benti ég þeim á tilveran.is á þessa síðu...
þó svo efni tilverunnar sé kannski ekki alltaf í stíl við það sem ég er að tala um hér... þá eru nú eflaust einhverjir þar sem vilja kíkja á þetta.
þeir á tilverunni eru nú ekkert verri en hver annar :)
Af hverju trúi ég á Jesús?

Þegar stórt er spurt... :)

Ég er nú þannig gerður að ég vil ekki trúa hverju sem er... þess vegna þarf ég helst að fá sönnun fyrir tilvist hans áður en ég gleypi því eitthvað...

Bara svona til þess að byrja á því augljósa, þá finnst mér einfaldlega maðurinn og flestar aðrar lífverur vera allt of fullkomnar til þess að við gætum hafa orðið bara til upp úr þurru... fólki finnst skrýtið að kristnir trúi því að guð hafi skapað heiminn, en finnst ekkert að því að heimurinn hafi bara orðið til út af engu mér finnst eiginlega bara miklu rökrænna að heimurinn hafi verið búinn til heldur en að hann hafi bara orðið til.

En svo, ef maður hugsar um Jesús...
fólk trúir ekki að Jesús hafi verið til...
Samt sem áður hafa sagnfræðingar sannað algjörlega að maður að nafni Jesús frá Nasaret hafi gengið á jörðinni fyrir 2000 árum síðan. Þeir segja m.a.s. að það sé meiri vafi á því hvort Júlíus Sesar hafi verið til en því hvort Jesús hafi verið til. En samt er engum sem dettur í hug að Sesar sé bara tilbúningur.

Jæja, svo eru sumir sem trúa því alveg að maður að nafni Jesús hafi verið til en trúa ekki að hann hafi verið sonur Guðs.
Þá vil ég bara spurja: Hvernig skýrið þið þá kraftaverkin sem hann gerði? Margir sáu þessi kraftaverk hans og vitnuðu um þau. Voru það allt lygarar? Eða tókst Jesús að plata alla svona rækilega upp úr skónum að milljónir manna trúa enn lyginni tvö þúsund árum seinna?

Einn mann heyrði ég skýra kraftaverkin þannig að Jesús hefði verið nokkurskonar súpermann en hann hafi ekki verið sonur Guðs!!?!!
Ekki fatta ég alveg rökin fyrir því...

Jæja... svo voru lærisveinarnir sem sögðust hafa séð Jesús eftir að hann reis upp frá dauðum. OK... gott og blessað... ég gæti svo sem alveg gleypt því að þeir myndu búa það til þess að fólk héldi ekki að þeir væru algjörir vitleysingar sem hefðu eytt mörgum árum í að fylgja einhverjum manni sem svo hefði bara dáið og allt bú...

en þegar þeir voru tilbúnir að deyja fyrir þennan vitnisburð sinn, þá held ég nú ekki...

svo ef við kíkjum á vísindin...

þetta er reyndar mjög flókið... eitthvað sem ég skil ekki alveg sjálfur...

en vísindamenn, ekki allir kristnir svo við höfum það á hreinu, hafa tekið líkklæði krists sem hafa verið varðveitt í þessi 2000 ár og þeir hafa mælt einhverja geisla og eitthvað... ææ ég man þetta nú ekki alveg... þetta er of flókið... en þeir hafa allavega sannað það að lík hafi farið í gegnum líkklæðin... venjulega þegar fólk deyr þá fara víst einhverjir gamma geislar í gegn en þarna fór miklu meira en þetta venjulega í gegn (að mig minnir) en þetta er allavega niðurstaðan... líkið reis upp í gegnum líkklæðin.

Svo eru nú margar fleiri ástæður fyrir trúnni sem ég tel kannski upp seinna!

guð blessi þig
Annað í sambandi við þetta Geðhjálpar mál:

Ég sá grein í fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum síðan, eftir hann Gunnar Smára Egilsson, þar sem hann talar um þetta mál. Þar talaði hann um að einhverntíma hafi hann verið með einhverskonar kirkjugagnrýni, þar sem hann fór á milli kirkna og gaf þeim einkunn eftir samkomur... eða eitthvað þvíumlíkt... þar benti hann réttilega á að geðsjúkum og öðrum sem minna mega sín í þeim heimi sem við lifum í sé sjaldan eins vel tekið og í sértrúarsöfnuðunum, því í Biblíunni er okkur kennt að taka öllum okkar smæstu meðbræðrum sem jafningjum, því öll erum við jöfn frammi fyrir Guði.

Ég ákvað nú bara að setja upp þessa síðu þar sem oft á tíðum sér maður í fjölmiðlum og annarsstaðar að fólk er ekkert allt of mikið að fýla kristið fólk... ekki nema þá sem eru bara kristnir á sunnudögum. Alltaf virðist fólk geta gagnrýnt kristna en lítur aldrei í eigin barm. Nú síðast gerðist það þegar Geðhjálp ásakaði einhvern "sértrúarsöfnuðinn" fyrir það að hafa fé af skjólstæðingum sínum.

Ég veit reyndar ekkert um þetta mál, og vona bara að þetta sé byggt á misskiliningi eða eitthvað. Ef ekki þá er sjálfsagt að ákæra þennan söfnuð.

Málið er bara að fólk vill svo oft dæma alla kristna fyrir það sem einn eða fáir hafa gert. Ég hef til dæmis heyrt fólk segja alla þessa "sértrúar******" vera algerlega blinda og fylgja forstöðumönnunum í blindni. En ég get alveg sagt ykkur það að fólk í þessum söfnuðum heyrir allt sem sagt er um þau í fréttum og annarsstaðar og þau geta ekki annað en hugsað út í það hvort þetta sé rétt sem sagt sé um þau. En samt halda þau áfram, því þeirra trú snýst ekki um það að trúa á leiðtoga kirkju sinnar, ekki frekar en fólk úr þjóðkirkjunni trúir á biskupinn...

þeirra trú er á drottinn okkar Jesús Krist.
Sælt veri fólkið... nú hefst trúboð fyrir alvöru!