Saturday, February 01, 2003Í kvöld verður Charles Ndifon í Fíladelfíu kl. 19:00...
skyldumæting fyrir alla sem eiga við einhver veikindi að stríða og alla hina líka!!!Friday, January 31, 2003Hefur einhver hérna farið á alfa?
Og ef svo er, hvernig fannst þér þá?

Thursday, January 30, 2003

Er einhver sem les þetta hátt settur á einhverju sjúkrahúsi?

Ég mundi allt í einu eftir því að seinast þegar Charles Ndifon kom hingað þá sagði hann að oft spurji fólk hann af hverju hann fari ekki bara á sjúkrahús og lækni alla sem þar eru. Hann svaraði því að ef sjúkrahúsin byðu honum þá myndi hann koma. Hann sagði að honum hefði stundum verið boðið á sjúkrahús og hreinlega tæmt þau.

Því vona ég að einhver starfsmaður sjúkrahúss geti fengið leyfi fyrir því að fá hann í heimsókn. Svo gætuð þið bara haft samband við Filadelfíu,Krossinn eða Veginn.

Þá getið þið virkilega fengið sönnun fyrir því hvort þessi kraftaverk séu möguleg eða ekki.

Eftir tvo daga kemur Charles Ndifon aftur

Þið munið kannski eftir því að ég talaði um hann fyrir ca. tveim mánuðum síðan. Hann er með kraftaverkasamkomur út um allan heim og er nú að koma til Íslands. Þegar hann var hérna síðast þá var alveg fullt af fólki sem læknaðist... Alveg frábært að fylgjast með þessu. Hann verður hérna 1.-5. febrúar. Um helgina verða tvær samkomur í Fíladelfíu... en svo... enn betra...

ef þið eruð eitthvað eins og ég var einu sinni... ég vildi ekki láta nokkurn mann sjá að ég færi inn í einhverja kirkju einhversstaðar að sjá einhvern kraftaverkakall...

núna verður hann með samkomur í Vetragarðinum í Smáralind...
þannig að þið þurfið ekki einu sinni að fara í kirkju... kíkið bara í Smáralindina... ef þið komist svo að því að þetta sé bara bull... þá getiði bara farið að versla eða eitthvað... eða fengið ykkur að borða þarna... en ef þið komist að því að þetta sé ekki bull þá skuluð þið bara fá lækningu á því sem þið þurfið.

Endilega takið allt veikt fólk með ykkur.

Ég man ekki klukkan hvað samkomurnar eru... en ég tékka á því og læt ykkur svo vita...

Annars minnir mig að samkomurnar í Smáralindinni séu klukkan 19:00.

Tuesday, January 28, 2003

.

Monday, January 27, 2003

Ef heimurinn færi í einu og öllu eftir orðum Biblíunnar...(hvort sem fólk heldur að þau séu orð Guðs eða ekki)

Þá væri margt betra. Auðvitað getur ekki nokkur maður orðið það fullkominn að hann hlíði öllum boðum hennar og bönnum, en látum sem svo væri...

Í fyrsta lagi... ef við tökum bara boðorðin:
Enginn myndi ljúga, enginn myndi stela, enginn myndi drepa, enginn myndi halda framhjá, allir hefðu frí á sunnudögum (eða laugardögum)...

Svo myndu allir elska náunga sinn eins og sjálfan sig... þ.e. fólk væri jafn mikið til í að kaupa nýjan bíl handa náunga sínum eins og að kaupa bíl handa sjálfum sér... öllum pening jarðarinnar væri skipt jafnt á milli manna...

Aldrei væru stríð í heiminum. Aldrei væri nokkur maður reiður. Enginn myndi gera neitt sem kæmi sér illa fyrir annan.

Aldrei yrði nokkur maður hungraður. Fullt af pening myndi sparast sem annars færi í hernað eða eitthvað rugl. Allir hefðu jafnan rétt til menntunnar.

Eldra fólk væri metið að verðleikum. Öryrkjar hefðu það betra þar sem allir hefðu efni á læknisþjónustu og allra bestu lyfjum og tækjabúnaði.

Ást myndi ríkja hvarvetna.

Engin eiturlyf væru notuð, ekkert ofbeldi væri neinsstaðar.
Aldrei þyrfti nokkur maður að læsa hurðum, maður gæti skilið verðmæti eftir hvar sem er án þess að hafa áhyggjur. Lyklakippur væru ekki til.


Og þetta eru bara beisik afleiðingar þess... það væri hægt að fara enn dýpra í þetta og sjá allt það góða sem kæmi út úr þessu.